Jæja hefur enginn neitt að segja núna.

Það er alveg magnað að það séu allir nánast hættir að blogga eða setja inn comment, þess vegna ætla ég að segja smá.

Það var ótrúlega gaman að hitta alla aftur sem komu og mér varð hugsað af hverju maður væri ekki í sambandi við neinn lengur, er það vegna þess að ég er svona leiðinlegur eða hvað. Kannski er það vegna þess að ég valdi að fara aðra leið en flestum fannst ákjósanleg eða eitthvað. Þetta eru bara pælingar sem ég hef verið að velta fyrir mér. Það var ánægjulegt að heyra í Rikka eftir reunionið og tókum við ákvörðun um að auka sambandið okkar á milli. Það er líka spurning um að auka samskiptin við fleiri. Þó að ekki væri nema í gegn um msn eða tölvupóst eða eitthvað. Ég hvet fleiri til að segja álit sitt á þessum pælingum og taka þátt í að virkja hópinn sem slíkann. Við erum svoddan gæðafólk og getum alveg örugglega rætt þetta fram og til baka. Ég sá að einhverjir höfðu sett inn msn- ið sitt og hér kemur mitt, ef að einhver vill og líka til að þið vitið hver er að biðja um að komast á listann hjá ykkur.

Lifið í lukku en ekki í krukku

Kv.

Gústi

boxari_33@hotmail.com.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Algjörir sveppir úr Breiðholtinu

Sæll Gústi, mér finnst alveg óttrúlega gott hjá þér að setja þetta á blað. En ég held að það séu fæstir sem eru í einhverju sambandi. Kannski þeir strákar sem voru með svipuð áhugamál eða eru að vinna í einhverju saman. En við stelpurnar erum aðeins öðru vísi, veistu, en samt held ég að það séu ekki margar í bandi. Ég held að fólk hafi bara farið og gert ólíka hluti, en það er náttúrulega frábært tækifæri eftir svona r-union að taka upp þráðinn. Ég er sko sammála þér með það að við erum alveg frábær og góður hópur. Ég held að engin kennari í BS hafi þorað að vona að það mundi rætast eitthvað úr sumum okkar. En við komum stöðugt á óvart! Ég talaði við Boggu eftir r-unionið og hún var náttúrlega fúl yfir að hafa ekki geta komið, en það voru nú einhverjir í símasambandi við hana þarna um kvöldið, en við vorum allavegana sammála um það að manni þyki nú bara ótrúlega vænt um þessa krakka (ykkur), þrátt fyrir öll þessi ár. Er það ekki einmitt þess vegna sem það er svo gaman að hittast? Nú og auðvitað líka til að sjá hvað þið hin eruð orðin gömul :)) Flott hjá ykkur Rikka, svo bara takið þið ykkur til strákar og stofnið saumó eð e-h.

Jæja, þetta varð víst aðeins lengra en ég ætlaði mér. En endilega setið hugleiðingar hér inn, það er bara gaman. Best að láta msn fylgja.

gufa-stebbi@hotmail.com

Kv, Guffa

Algjörir sveppir úr Breiðholtinu, 24.5.2007 kl. 23:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband