22.5.2007 | 10:17
Bætti við nokkrum myndum
Jæja, úr því að Gemsinn minn hvarf ekki alveg (takk fyrir Sigfús minn ) þá gat ég náð myndunum út en því miður voru færri nothæfar en ég hélt. Annaðhvort er myndavélin í Gemsanum svona léleg, ég lélegur myndatökumaður eða bakkus hefur einhver áhrif haft á þar sem flestar myndirnar voru hvorki í fókus eða hreyfðar...
Þar sem ég hef tröllatrú á tækninni þá veðja ég á að bakkus hafi haft áhrif á lélegan ljósmyndara .
Er sem sagt búinn að bæta við þeim myndum sem voru "semi nothæfar" - sem merkilegt nokk eru allar innan "siðgæðismarka"
Kv.
Benni
Athugasemdir
Flott hjá þér Benni. Mig minnir að það hafi verið fleiri sem voru með myndavélar um kvöldið. Voru ekki Maggi H og Einar Júl með myndavélar??? Það væri gaman að sjá myndir frá þeim.
Jói G.
Algjörir sveppir úr Breiðholtinu, 23.5.2007 kl. 00:07
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.