7.6.2007 | 12:07
Hvað er öðruvísi nú ?
Ég get ekki séð að það verði mikil breyting á þó að Framsókn sé út og Samfylkingin inn í stjórn, það er Sjálfstæðisflokkurinn sem dominerar og hann er ekki besti flokkurinn að mínu mati. Það er hins vegar spurning hvernig stefnu fólk velur og það er væntanlega það sem skilur á milli. Þeir flokkar sem vinna með Sjálfstæðisflokki virðast allir falla út með sæmd eða verða fyrir miklu fylgisfalli. Það gerðist hjá Alþýðuflokknum, nú Framsókn og kannski næst Samfylkingin. Það er ekki góður flokkur sem drepur allt sem kemur nálægt honum er það. En þetta var bara smá tilraun til að sjá hverjir væru að skoða síðuna. Ég held að við ættum að halda okkur við eitthvað sem tengist okkur öllum.
Takk fyrir
Gústi.
Athugasemdir
Allt í lagi, nú veistu hverjir eru að skoða síðuna og hvað mér finnst um ríkistjórnina. Spurning um hvaða líf þessir flokkar eiga sem fara í ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokknum hvort eð væri. Reyndar er ég sammála að við eigum að tala um eitthvað annað, (en verð þó að segja að pólítik tengist öllum lifandi mannverum alls staðar í heiminum hvort sem þeim líkar betur eða verr en það er annað mál).
Krakkar, hvað á gera í sumarfríinu?
Við fjölskyldan erum að fara í sumarhús á dönsku eyjunni Mön. Það er algjör paradís á jörðu og vonandi að maður verði heppinn með veður. Förum í næstu viku og ætlum að vera í tvær. Svo náum við vonandi að ferðast eitthvað innanlands líka. Það er nú bara þetta með blessaða íslenska veðrið. :(
Kannski að maður hitti einhverja af ykkur á faraldsfæti í sumar.
Kv. Guffa
Algjörir sveppir úr Breiðholtinu, 7.6.2007 kl. 14:14
Hæ
Ég ætla líka að fara til Danmerkur í sumar, en ég hélt að þú væri meira fyrir Svíþjóð Guffa, ætla að fara til Óðinsvéa og gista þar hjá vinum. Við förum svo til Svíþjóðar að skoða heimaslóðir Emils og fleira frægra. Góða skemmtun og hafðu það gott Guffa.
Kv.
Gústi
Ágúst Þ (IP-tala skráð) 8.6.2007 kl. 09:28
Bara verið að ræða pólitík ... ætla mér þó ekki að taka þátt í þeim hlutanum þó svo að ég hafi oftast nokkuð gaman af því.
Hins vegar get ég upplýst viðkomandi að ég sé á leiðinni til Lanzarote með fjölskylduna nú í júlí og svo fer ég beint í feðraorlof í framhaldi af því þannig að það vetrardekkin verða komin undir bílinn (eða öllu heldur bílana ) þegarr ég fer aftur að vinna
Benni (IP-tala skráð) 8.6.2007 kl. 09:53
Það er alveg rétt munað hjá þér Gústi, ég og Svíðþjóð erum eitt :) en Danmörk er bara svo miklu skemmtilegri og svo á ég fullt af skyldfólki þar. Við höfum verið að fara árlega í hús sem fjölskyldan á og stelpurnar vilja frekar fara þangað en til Spánar (sem hefur reyndar líka verið árlegt) svo þannig að......
Kv. Guffa
Algjörir sveppir úr Breiðholtinu, 8.6.2007 kl. 17:56
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.