Hrikalega gaman!

Sæl elskurnar mínar,

mikið rosalega var gaman. Ég held að þið hljótið nú að vera sammála mér, allavegana var stemmingin þvílík, allir í þrusu góðum gír. Það voru nokkrir öflugir að mynda í gærkvöldi og ég sá að Einar er byrjaður að setja inn (2 myndir) þegar þetta er skrifað og hlakka til að sjá allt hitt, á mér kannski ekki að hlakka til?Woundering   Mér langar svo að þakka ykkur fyrir að vera svona skemmtileg og fyrir frábært kvöld. Nú verður maður að lifa á þessu fram að því næsta. Þið krakkar sem ekki komuð, ykkar var saknað en bara svo þið vitið það þá misstuð þið af miklu. Ég á nú enn eftir að heyra söguna af því hvað gerðist á Kóngsbakkanum (hjá Sirrý) eftir að aðalsamkvæmið var búið. Ég ákvað að láta gott heita og fór heim. En verið nú dugleg að setja inn efni.

Kv. Guffa


Gullaldarár í tónlist....

...eða þannig  Whistling

Ég var nú lengi vel "Heavy-metal" maður á grunnskólaárunum og með sítt hár að aftan en þó aldrei með eins mikinn mullet og Sigfús sbr. myndirnar LoL 

Mér finnst samt tónlistin frá þessum tíma þrælskemmtileg því að ég hafði jú gaman af því að dansa við hana (og geri enn) - þó ég hafi opinberlega hafi ég hatað hana á þessum tíma - enda danstónlist bara fyrir "kjeeellingar" Shocking
Ég varð ekkerst smá glaður þegar ég komst á Duran Duran tónleikana í Egilshöll og er ekki frá því að ég hafi nú bara hitt slatta af "Bakka- og Stekkjarbúum" að skemmta sér á þeim tónleikum.

Er búinn að vera í vikunni að koma mér í "mind set" fyrir kvöldið og ákvað að bæta við slatta af lögum hérna inn frá þessu gullaldartímabili en auðvitað kom í ljós að það er bara "svo og svo" mikið pláss fyrir eðaltóna á svæðinu.  Skildi því aðeins eftir nokkra "eðaltóna" svo að fleiri en ég geti sett sig í gírinn fyrir kvöldið Cool

Sjáumst annars hress í kvöld, verður gaman að sjá hvort það séu fleiri en ég sem komnir eru á "velmegunarskeiðið" með bumbuna út í loftið og mikið magn af "stáltaugum" á kollinum Grin

Kveðja,
Benni


Góða skemmtun !!

það er ekki laust við það að manni langi að slá öllu upp í kæruleysi og bruna suður.... en skemmtið ykkur vel þetta verður örugglega frábært !    Verður kannski bein útsending hér á blogginu? Bestu kveðjur að austan Bogga bloggari

Sólskinsdagur

Sammála síðasta ræðumanni, ekki ónýtt geggjað veður og allir auðvitað í sólskinsskapiSmile

Þetta er sko sannarlega búin að vera ógleymanleg vika með ykkur og ekki skemmir eurovision Eiki var að sjálfsögðu langflottastur og með karlmennskuna á hreinu---- flott þegar hann vitnaði í Ragnar Reykás í 10 fréttum í gær að það væri bara skítalykt Angry af þessu öllu saman, nú kosningavikan senn á enda vera svo samkvæmur sjálfum sér ekkert kjaftæði

Hlakka til að sjá ykkur sólskínsskapi

Kv,

Sunna (Sólin)


Jæja þá er dagurinn runninn upp

Gott fólk dagurinn er í dag og í kvöld munum við hittast, ég er alveg hrikalega spenntur. Vona að allir séu í miklu stuði og kvöldið verði okkur öllum frábært. Vil enn og aftur þakka þeim sem komu þessu af stað kærlega og hlakka mikið til að sjá ykkur öll hress og kát í kvöld

Bakkabúi enn í dag.

Gústi.


Myndir-Myndir

Hó Hó

Ef það er einhver sem er með myndir sem hann/hana langar að koma inn en vantar að skanna og hefur ekki tíma sem er mjög algengt hjá fólki sem er að komast á miðjan aldur þá endilega sendið mér línu eða hringið í mig og ég skal redda þessu. Margar af þessm myndum eru alger snilld og það er alveg spurning að verðlauna bestu myndina

mbk. Einar Júlíus   einarjul@hive.is   gsm 8974046    msn  einarjul@mmedia.is

 

 


HA HA HA þið eruð ágætar

Já þið eruð öll velkomin í kaffi any time elskurnar Halo

En það versta er að ég er búin að ráða mann frá SECURITAS sem situr fast á myndunum og gætir þeirra vel... he he he afar mikil verðmæti þar á ferð.

Bíðið þið bara það kemur meira skemmtilegt í kvöld......veit ekki hvort sunnu myndir séu betri haha

en ég TOPPA þetta í kvöld og læt enga mynd sleppa!!!

kveðja

Ellen Á

msn: eae@internet.is


Ellen og albúmin hennar

Sammála Hafdísi, þær eru hættulegar þessar myndir hennar Ellenar, þetta er alveg spurning með að ritskoða hana.

Kv. Guffa


Ellen!! hún klikkar ekki á myndunum

 

Kveðja

Hafdís


Ellen !! hún klikkar ekki á myndunum :o)

Þarf ekki einhver að kíkja í kaffi til hennar og leggja hald á albumin hennar, þetta er orðið lögreglumál Police

Hún á sko fullan skáp af gömlum myndum.  Whistling


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband