10.5.2007 | 10:45
Sæl öll
Stóra stundin er á morgun, eru allir búnir að melda sig hjá nefndinni, ef ekki drífið þá í því . Það verður alveg ógeðslega gaman. Svo eru komnar inn fullt af nýjum myndum (misjafnlega góðar), en það hljóta að vera fleiri sem eiga gamlar myndir af félögum úr Breiðholtsskóla. Endilega látið skanna þær og setja inn, hvort sem þær eru gamlar eða aðeins minni gamlar.
Sjáumst á morgun
Kv. Guffa
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.5.2007 | 10:39
Glænýjar myndir
Hæ fagra fólk var að skella inn sjóðheitum og glæstum myndum.
Eru ekki allir að detta inn í grenjandi gír fyrir morgundaginn.
Ellen mín kom með eina sérstakelga fyrir okkur Hebba´TIMABILIÐ
" Drottin minn dýri"
Sjáumst á morgun
Sunna
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
9.5.2007 | 23:33
Mamma KENNARI says hi! (AUÐUR)
HÆ SOFFÍA HÉR....
ÉG SAGÐI MÖMMSU FRÁ RÍJÚNÍINU OG HÚN VILDI ÓLM SKOÐA BLOGGIÐ.... HÚN BIÐUR AÐ HEILSA,,,,,ÞEGAR ÉG FÓR Í SELJASKÓLA ÞÁ TÓK HÚN VIÐ YKKUR,,,,, ÉG FÓR OG MAMMA KOM Í STAÐIN ,VONANDI VAR HÚN EKKI OF ERFIÐ VIÐ YKKUR.....ÉG SKÍTSÉ EFTIR AÐ FARA,,, SELJASKÓLI VAR EKKI TIL ÁNÆGJU EÐA HVAÐ ÞÁ YNDISAUKA,,,,,ÁFRAM BREIÐHOLTSSKÓLI,,,,,
MYNDIRNAR AF OKKUR ERU SNILLD OG ÞESSAR FYRSTU BEKKJAMYNDIR ERU EINS OG FRÁ FYRRI HEIMSSTYRJÖLDINNI.
ÁTAK OG EXTREME MAKEOVER ER ÞAÐ SEM BLÍFUR HJÁ MÉR,,,,ÉG ER AÐ DREPAST ÚR FORVITNI AÐ SJÁ HVERNIG ALLIR LÍTA ÚT...
KVEÐJA SOFFÍA
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
9.5.2007 | 22:50
B-bekkurinn
ÉG er með eina spurningu. Var ég ekki í B bekknum alla skólagönguna. Ég sá að einn bekkurinn ég sjá mynd af mér er ég í D bekk. Annars er ég orðinn of gamal að muna svona. kominn með gráu hárinn.
kveðja Jón Þór
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
9.5.2007 | 21:52
Jæja hér koma myndirnar
Jæja ég er búin að setja inn nokkrar myndir...endilega kíkja
Guffa.....sorry ég þorði ekki að setja myndina sem ég ætlaði en set þessa í staðinn
Þú ert og verður greinilega alltaf mega gella
En ég mun gramsa eftir meira efni .........
Eru ekki annars allir hressir og farnir að hlakka til?
Kveðja
Ellen Ásdís
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
9.5.2007 | 21:11
Var bara að spá
Ég var að renna yfir bekkarmyndirnar og rakst á þessa púkasvipi þekkir einhver þessi andlit??
Sjáumst hress
Einar Júlíus
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:13 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
9.5.2007 | 20:09
575 ......
Það sem af er þessum degi hafa 575 kíkt hérna við ( eflaust eitthvað sama fólkið) en það eru einhverjir enn svolitið feimnir að pikka inn nokkrar línur hérna.....
Mætingin virðist allavega vera góð......svo nú er um að gera á lokasprettinum að koma með einhverjar línur hérna og láta vita af sér .... Það er gaman að sjá hverjir eru að detta hérna inn og alltaf gaman að rifja þetta upp.
Ég hef að vísu smá áhyggjur af Mæju og stelpunum sem skelltu sér í diet það hefur ekkert spurst til þeirra síðan það er samt vonandi að við sjáum þær á föstudagskvöldið að þetta hafi ekki alveg farið með þær nema að þær séu á kafi í kössum að leita af Don Cano göllunum og Millet og Top Ten skónum .......
Ég bíð spennt eftir að Ellen Ásdís toppi myndina sem Guffa kom með ......
En þar til næst hafið það gott
Kveðja Sirrý
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
9.5.2007 | 17:41
Enn einn sveppurinn....
Allt að verða brjálað, og allir að springa úr gleði, geggjaðar myndir, og greiðslurnar omg..
Kv. Inga
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
9.5.2007 | 12:55
OH MY GOD
Jæja Guðfinna Ármannsdóttir................
nú fer maður að gramsa í gömlum kössum...ég verð að TOPPA ÞESSA og er með eina í huga nú þegar, set hana inn í kvöld heheheheehh
kveðja
Ellen Erlings
Bloggar | Breytt s.d. kl. 13:05 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
9.5.2007 | 08:41
2 dagar
Þvílík stemma að myndast í hópnum , Sigfús allveg að detta inn á símsvaranum ansi góður og góð hugmynd .
Ofboðslega erum við saklaus ung grey augun full af óvissu í framtíðinni, þið eigið hrós skilið fyrir frábært framtak ( flottar myndir)
Það rifjaðist upp gamlir taktar í gær er sonur minn Gunnar Snær sem er 8 ára kom til mín, mamma komdu í fuglafit var í þessu dágóða stund og það sem flaug í gengnum hausinn á mér á meðan bara skemmtilegar minningar, munið þið við vorum alltaf í þessu kringum 10-11 ára aldurinn.
Sjáumst kát á Flöskudaginn var það ekki annars kallað í denn.
Sunna
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)