Hæ hó og takk fyrir síðast.

Vil þakka ykkur sem komuð í gær kærlega fyrir frábært kvöld.

Fannst gaman að hitta alla og saknaði þeirra sem ekki komu og er mjög sáttur við kvöldið.

Datt í hug að setja inn eina góða stöku í tilefni kvöldsins.

Breiðholtsbörnin stór og smá

Ég hitti ykkur í gær

Ég segi bara vá og vá

þið eruð öll frábær

 

Endurkoma okkar er

alltaf svo frábær

Ég segi bara enn og aftur

þið eruð mér svo kær

 Datt í hug að senda nefndinni rósir fyrir þeirra framlag.

Hér eru þær

Takk fyrir frábært kvöld

P.s.

Stelpur þið hafið ekkert breyst!!!!!!!!!

Kv.

Gústi


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Og þú ert hver ????

Gústi ?????

Sirrý (IP-tala skráð) 13.5.2007 kl. 02:35

2 Smámynd: Benni

Gústi minn, ekki man ég eftir því að þú hafir haft áhuga á kveðskap á meðan við vorum í Breiðholtsskóla

Annars tek ég undir með Gústa, þetta var mjög skemmtilegt kvöld og ber að þakka undirbúningsnefndinni fyrir vel unnin störf

Benni, 13.5.2007 kl. 11:39

3 Smámynd: Algjörir sveppir úr Breiðholtinu

Veit ekki alveg hvernig ég á að túlka þessa athugasemd um að við höfum ekkert breyst, en það hlýtur eiginlega að þýða að við séum enn jafn skemmtilegar allavegana finnst mér við hafa elst ansi vel, sko við stelpurnar meina ég. En Gústi minn þú ert alveg ágætur en ég get ekki sagt það um þig að þú hafir ekkert breyst! :) Það á reyndar við um fleiri.....    Jú, þetta kvöld var flott og nefndin á svo sannarlega hrós skilið fyrir það. Nú vantar bara að ljósmyndararnir setji inn fleiri myndir grunar að það muni hjálpa sumum til að muna hversu gaman var hjá okkur:)

Kv. Guffa

Algjörir sveppir úr Breiðholtinu, 13.5.2007 kl. 11:39

4 Smámynd: Algjörir sveppir úr Breiðholtinu

Já nefndin á unaðs hrós skilið. Gústi þú ert svo mikill sjarmur alltaf sætur og hefur ekkert breyst kannski ögn rómantískari en í 12 ára bekk,,,,,,Vonandi hittumst við aftur og aftur svo er bara að smíða elliheimili undir hópinn svo að við getum skellt saman gómum og tjúttað á eftirlaununum.

Ég hlakka strax til að sjá ykkur aftur og vona að þið verðið dugleg að bloga svo að við missum ekki af neinu,,,,,,svo er alltaf sniðugt að stinga upp á útilegum þar sem allir leggja land undir fót með grill börn og buru ....Það er bara gaman,,,,,,,,

Elsku vinir stubbaknús

sæt við erum enn,

árgangurinn okkar geymir

unnaðs frúr og menn

Kv Soffía

Algjörir sveppir úr Breiðholtinu, 13.5.2007 kl. 13:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband