Hrikalega gaman!

Sæl elskurnar mínar,

mikið rosalega var gaman. Ég held að þið hljótið nú að vera sammála mér, allavegana var stemmingin þvílík, allir í þrusu góðum gír. Það voru nokkrir öflugir að mynda í gærkvöldi og ég sá að Einar er byrjaður að setja inn (2 myndir) þegar þetta er skrifað og hlakka til að sjá allt hitt, á mér kannski ekki að hlakka til?Woundering   Mér langar svo að þakka ykkur fyrir að vera svona skemmtileg og fyrir frábært kvöld. Nú verður maður að lifa á þessu fram að því næsta. Þið krakkar sem ekki komuð, ykkar var saknað en bara svo þið vitið það þá misstuð þið af miklu. Ég á nú enn eftir að heyra söguna af því hvað gerðist á Kóngsbakkanum (hjá Sirrý) eftir að aðalsamkvæmið var búið. Ég ákvað að láta gott heita og fór heim. En verið nú dugleg að setja inn efni.

Kv. Guffa


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já sæl öll sömul og takk fyrir mjög svo skemmtilegt kvöld.

Það sem gerðist á Kóngsbakkanum eftir aðalpartýið vita bara þeir sem komu hvað gerðist ....allavega var Inga Þóra síðust héðan út um 05.30.  En þegar þetta er skrifað þá erum við turtildúfurnar búnar að fara út í garð í lóðahreinsun en erum að hugsa um að leggja okkur aðeins núna því að í kvöld er annað djamm...

En það að hitta ykkur öll í gær og sjá að við höfum ekkert breyst  en ég býð eftir að sjá myndir sem ég vona að fólk setji hérni inn......og Ellen Ásdís á enn eftir að skila af sér einhverjum myndum er það ekki ????

En þar til næst hafið það gott

Sirrý

Sirrý (IP-tala skráð) 12.5.2007 kl. 12:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband