30.4.2007 | 14:35
Fyrsta bloggfærslan og svona
Heil og sæl,
Jú það þurfti þá eitthvað svona til að ég prufaði mína fyrstu Bloggfærslu sem ég man eftir að hafa skráð. En tilefnið er einstakt í raun því síðasti hittingur þessa hóps var frábær. Ég rölti út af Viktor það kvöld upp úr klukkan 01:00 (já í fyrra fallinu) vitandi það að þetta yrði ekki neitt betra en komið var.
Sennilega missti ég af helling eftir það en ég fæ bara fréttir af því núna þann 11. maí.
Ég þarf að grafa upp gamla skóladótið sem ég á einhversstaðar því þar fann ég í síðustu flutningum blað með gömlum ljóðum sem bekkjarmeðlimir skráðu einhverntíma og var nokkuð skemmtileg lestning svona löngu síðar - spurning um að reyna finna þetta og fá nöfn við ljóð hvers og eins því þetta var allt ritað nafnlaus.
Kv,
Danni Reynis
Athugasemdir
Sæll Danni
Það væri frábært að heyra þessi ljóð og fá ný frá sömu aðilum
Ágúst Þ. (IP-tala skráð) 30.4.2007 kl. 15:40
Það munar ekki um það hvað strákarnir eru orðnir miklir ljóðaunnendur á þessum aldri .......Voru þeir svona líka á yngri árum
Kveðja Sirrý
Sirrý (IP-tala skráð) 30.4.2007 kl. 16:05
Þarftu að spyrja að því Sirrý mín, þú veist að við elskuðum ljóð ? eða (f)ljóð
Ágúst Þorláksson (IP-tala skráð) 30.4.2007 kl. 17:34
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.