Bekkjarlistin 9-C

Heil og sæl,

 Er að gramsa í gömlu dóti og fann bekkjarlista 9-C.  Set hann hér inn að gamni.

 kv,
Danni

Breidholtsskoli


last seen - 1982


Sæl öllsömul

Loks tókst mér að logga mig inn.  Inga Þóra hringdi í mig og lét mig vita af ykkur. Ég var með henni og Björk (Boggu) í bekk og því sá ég nokkrar bekkjarmyndir af mér þarna (afskaplega prúð að sjá). Það er búið að vera gaman að vafra á síðunni og reyna að fitta andlit við nöfnin. Tekst ekki alltaf, enda hef ég séð fæsta síðan 1982 þegar ég flutti mig ofar í Breiðholtið. Aldrei að vita nema ég kíki á ykkur á föstudaginn - mögulega mun ég þekkja einhver andlit.

Kær kveðja, Alma María alma@mf.is


Og það styttist...

jæja þetta fer nú bara að bresta á.

Eru ekki allar stelpur búnar að shoppa eitthvað fatakyns. Ekki verðum við í fermingarfötunum, það mundi nú alveg fara með ímyndina. Látið endilega heyra í ykkur, hvort þið ætlið að koma og hve mikið ykkur hlakkar til. Eða bara hvað sem er :)

Svo ein svona til að vera með.

Eitt sinn villt, gæjar, skvísur

sem engin réði við

núna bara kveða vísur

að heldri manna sið.

Kv. Guffa

garmannsdottir@actavis.com

gufa@simnet.is

 


Smá meira kveðskap

Eitt sinn ég úti var

Bjó í breiðholtinu

Síðan bara datt inn á bar

og þó eða eitthvað af hinu

 

Svona fór um kallinn þá

Hann þá þurfti að þurrka

núna man hann mikið og margt

hann hættur er að sukka

Jæja elsku krúttin mín

mikið er mig farið að hlakka til að sjá ykkur aftur eftir langa hríð og sjá hvernig lífið fer með ykkur, en það er margt sem á daga okkar hefur eflaust drifið. Eru ekki allir með það á hreinu að þetta verður bara gaman, annað er bakkað, Sigfús og Björgvin Elvar þið eruð náttúrulega bara snillingar af guðs náð og gott að "lífið" truflaði ekki námið hjá ykkur, en ég er mest feginn að námið truflaði ekki lífið hjá mér.  Legg til að við tökum fram fermingafötin og troðum okku í þau, ef það er vandanál fyrir einhverja og mætum svoleiðis á föstudaginn.

Kv. Gústi

P.S.

Rikki , ertu ekki með sauðskinsskóna mína síðan í denn.

Proclaimer 2

 


Já, það voru gömlu og góðu dagarnir.......................

Kæru skólafélagar.

Við félagarnir vorum að rifja upp gamla tíma, sem er náttúrulega ótrúleg stutt síðan. þegar við vorum í skólanum að læra og læra þvílíkur og annar eins dugnaður, maður lifandi !

Við vorum áberandi kurteisir menn og prúðir, við létum að sjálfsögðu ekkert trufla okkur við heimalærdóminn hvorki stúlkur með óbilandi gelgjuveiki eða þess blessaða "eidís væl" sem tröllreið öllu.

Það er nú annað en nú á  dögum, ekkert nema dusilmenni, þjófar og mislyndismenn. En það er ekki blessuðum börnunum að kenna, hörmungarna byrjuðu þegar konur fengu kosningarrétt og síðan snarversaði þetta þegar konur fóru að mennta sig og vinna úti og þykjast hafa vit á hlutunum. Þvílík fásinna, kallinn hann Nostradamus gat ekki einu spáð fyrir þessum hörmungum.

Konur hafa alveg gleymt sínum skyldum við barnauppeldið, vera til staðar þegar börnin koma heim úr skólanum og tala nú ekki um þegar karlinn kemur þreyttur heim úr vinnunni.

Hvar er gamla heimasmurða nestið, mjólkumiðarnir og Maggi gamli í afgreiðslunni.

Nei í stað þess datt þessum blessuðum konum öllum að "einfalda þetta" fá kokki í skólana og láta liðið í dag hætta að læra heima. Maður bara spyr , hvar endar þetta ?

Stelpur og strákar 70 módel úr bökkunum mætum 11. maí stöndum saman og breytum þjóðfélaginu aftur til hins betra.

Ungir menn með skýra framtíðarsýn. Börgvin E Björgvinsson og Sigfús Ó Höskuldsson.


Er ekki stemming

Hó Hó

Nu eru þetta farið að styttast er ekki spurning um að fara að fá tölur um hvað margir mæta eftir viku

Verður þetta ekki svaka stuð ???

Er það nokkur spurning???

Einar Júlíus


7 dagar........styttist óðum

Hæ hæ

 Jæja , nú er bara vika í ríjúníonið hjá okkur.

Samkvæmt mjög ábyrgum aðilum ( Guffu og fleirum), virðist vera að það séu ekki allir með þetta á hreinu, að við séum að fara hittast næsta föstudag.

Þá er ekkert að gera annað en að hamra á þessu.

Við í nefndinni munum nú leggjast yfir það hvað hægt sé að gera betur til að láta sem flesta vita.

Þið hin sem eruð í sambandi við einhverja af okkar gömlu skólafélugum, endilega látið vita af þessu.

Betur má ef duga skal !

Sigfús Ómar


Ekkert er betra en kind nema soðin sé,,,,,,,,

Hér kemur bragur um sauðkindina, tileinkað Rikka og Gústa hagmæltu heiðurs smölunum...

Hékk ég útí í rigningu ,
sá þar kom ein rolla
í klofstígvélum fótum á,
Hún hoppaði í polla

Vissei fyrr enn datt á kaf
í drullu ofan á
enda orðin ofurölvi,
og vildi vodka fá

Kv Soffía Karls

Þetta var einnig samið á sama staðnum......áfram lömbin mín....úthverfin hýsa bestu skáldin og Breiðvillingarnir eru til fyrirmyndar..


sveitakerl..skvísan bloggar

Frábært framtak en dagsetningin gengur ekki upp fyrir mig. Þó ég hefði gaman af því að skamma þessa karla sem halda að við skvísurnar séum orðnar kerlingar!! Ég hef lítið breyst nema kannski vaxið örlítið í öfuga átt... En svona fyrir þá sem ekki vita þá bý ég fyrir austan nánar tiltekið á Höfn í Hornafirði, ég er í fjarnámi frá Bifröst og það er brjálað að gera Sideways á mörgum vígstöðum núna.  Reyni að bæta úr því og mæta næst en ég er viss um að þetta verður svakalega gaman! Veriði dugleg að taka myndir og setja á síðuna fyrir okkur sem heima sitjum..uhuhu

 Góða skemmtun kveðja Bogga bloggari

p.s. hvað eru mörg ár frá því að við hittumst síðast? Var það 98?


Jæja, ég er búin að fatta þetta!

Sko krakkar mínir, ég er bloggvirgin, eða var það áður en þetta var skrifað. Vá, og er svo að blogga með ykkur! En það þarf að spread the word:) Ég t.d vissi ekki af þessu fyrr en í kvöld, stelpurnar héldu bara að ég vissetta, en svo vissi ég bara ekki neitt. En þetta er frábært hjá ykkur krakkar að gera þetta. Mig hlakkar ógeðslega til 11. maí.

Maður þarf greinilega að fara að gramsa í gömlu dóti og finna einhverjar myndir.

KV. Guffa (enn með tyggjó)

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband